Metal Pro 90

FLMETAL90

Vörulýsing

 • Fljótþornandi, hágljáandi, efnaþolið lakk á málma.
 • Skilar hörðu og slitsterku yfirborði sem heldur vel gljáa og lit.
 • Veðurþolið og hefur einnig gott þol gagnvart olíu og vatni.
 • Hentar mjög vel bæði snemma vors og á haustin þegar búast má við lágum hita og háu rakastigi, en við slíkar aðstæður þorna leysiefnaþynntar tegundir fyrr en vatnsþynntar.

USP/sérstakir eiginleikar

 • Glansandi, slitsterkt yfirborð
 • Hraðþornandi og hitaþolið að 80°C
 • Má nota innan- og utanhúss sem iðnaðar og vélalakk.

Fyrirkomulag - Notkun

 • Er notað úti og inni sem iðnaðar-og vélalakk á tæringarvarið járn og málma.
 • T.d. á vélar, dráttarvélar, stálplötur og yfirleitt á málmvirki í byggingum.
 • Notast einnig á hluti úr smíðajárni, svo sem lok, handrið, grindverk og lampa.
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) óheflaðir fletir úti
8-12
Gljái
90

Undirbúningur- fyrir meðferð

Undirlag
Undirlagið þarf að vera hreint, þurrt og traust, laust við óhreinindi, fitu og olíu.

Hreingerning/Þvottur áður en málað er
Lausa málningu, glóðarskel og ryð skal hreinsa burt inn í fastan flöt. Hreinsa skal með Flügger Metal Pro Cleaner. Fjarlægja skal myglu og sveppi með Flügger Facade Anti-green. Nota má háþrýstihreinsun. Að lokinni hreinsun er mikilvægt að skola ríkulega með hreinu vatni.

Grunnun

Gljúpt yfirborð
Grunnið ómeðhöndlað járn og málma með Flügger Metal Pro Multiprimer. Grunnið sinkhúðað yfirborð með Flügger Metal Pro Multiprimer.
Blæðing

Borið á - meðhöndlun

Málun
Grunna skal tvisvar og yfirmála tvisvar til að ná sem bestri tæringarvörn. Endanlegur gljái sést eftir aðra umferð. Hrærist fyrir notkun.

Ráðlögð verkfæri
Berið á með pensli, rúllu eða sprautu "air-mix".

Notkunarhitastig
Minnst: +5°C bæði við málun og þornun/hörðnun. Hámarksrakastig: 80%

Eftir meðhöndlun

Þurrktími við 20°C, 60% RF

Rykfrítt:
1 tími
Yfirmálun:
4 til 10 tímar
Fullharðnað:
Nokkra daga

Geymsla
Á köldum stað og þétt lokað

Hreinsun verkfæra
Mínerölsk terpentína.

Viðhald (þvottheldni, regluleg hreingerning)

 • Hreinsið eftir þörfum með Flügger Fluren 37 fjölhreinsi eða Flügger Facade Anti-green.
 • Hafið stöðugt góðar gætur á málningunni til að fylgjast með ryðmyndun. Ef þörf er á skal hreinsa, slípa, grunna og mála aftur.

Góð ráð

 • Mikilvægt er að halda sig við uppgefna þornunartíma til að ná sem bestum árangri.
 • Vandið vel hreinsun og slípun. Við framkvæmdir skal sannreyna að borið sé rétt magn á flötinn til að ráðlögð lagþykkt náist en það er nauðsynlegt til að hámarka tæringarvörn.
 • Þolir hita allt að 80°C.

ATH/Takmarkanir

 • Við langvarandi hitaáhrif getur lakkið gulnað.

Tæknilegar upplýsingar

Vöruflokkur
Alkýðlakk
Massa %
67
Rúmmáls %
38