Flügger Gulvlak

FL_FLOOR3

Vörulýsing

 • Flügger Gulvlak er vatnsþynnt lakk fyrir viðargólf.
 • Gulnar ekki.
 • Gefur hart og sérlega slitþolið yfirborð sem er auðvelt ad þrífa.

USP/sérstakir eiginleikar

 • Gefur sérlega slitþolid yfirborð sem auðvelt er að þrífa
 • Viðurinn heldur upprunalegu og frísklegu útliti
 • Gulnar ekki

Fyrirkomulag - Notkun

 • Flügger Gulvlak hentar vel í íbúðarhúsnæði eða rými með sambærilega umgengni og álag.
 • Fyrir ljósar viðartegundir, svo sem furu, eik, ask, beyki, birki, Oregon-furu og kork.
 • Fyrir ómeðhöndluð eða áður meðhöndluð gólfefni.
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) meðhöndlaðir fletir inni
8-10
Gljái
10 Matt

Undirbúningur- fyrir meðferð

Undirlag
Undirlagið þarf að vera hreint og þurrt, þola að gengið sé á því og vera algerlega laust vid ryk, vax, fitu og sápuleifar. Yfirborð með eldra lakki er pússað með fínum sandpappír.

Hreingerning/Þvottur áður en málað er
Gólfefni sem hafa verid meðhöndluð áður eru þrifin með Flügger Gulv Prepare. Þurrkið af gólfefninu með vel undnum klúti með hreinu vatni og látið það þorna alveg. Ryksugið allt pússefni vel af.

Grunnun

Gljúpt yfirborð
Ómeðhöndlað, gegnheilt parket- og plankagólfefni er grunnað med Flügger Gulv Primer til að hindra límbindingu.
Blæðing

Borið á - meðhöndlun

Málun
Hrærið í fyrir notkun. Lakkið 1-2 sinnum í viðbót við fyrstu umferðina og pússið lakkið milli umferða ef þess gerist þörf.

Ráðlögð verkfæri
Berið lakkið á með pensli eða málningarrúllu með stuttum hárum, eftir lengdinni á viðnum.

Notkunarhitastig
Lágmarks vinnuhitastig þegar borið er á og við þornun/herðingu: + 13 °C. Hámarksloftraki 80% HR (hlutfallslegur loftraki).

Eftir meðhöndlun

Þurrktími við 20°C, 60% RF

Rykfrítt:
1 tími
Yfirmálun:
2 tímar
Fullharðnað:
1 vika

Geymsla
Geymist vel lokað á svölum og frostlausum stað.

Hreinsun verkfæra
Vatn og sápa

Viðhald (þvottheldni, regluleg hreingerning)

 • Hreinsið með sápuvatni.
 • Notið Flügger Gulvlak við viðhald.

Góð ráð

 • Fáanlegt með gljástigi 10, 45 eða 80
 • Lakkið lítid svæði fyrst áður en sjálft verkið er hafið. Berið á 2 umferðir med 6 klukkustunda millibili. Skoðið árangurinn næsta dag med hliðsjón af útliti, festingu og áferð.
 • Til að árangurinn verði sem best er á kosið skal tryggja að umhverfið sé vel rykhreinsað áður en lakkað er.

ATH/Takmarkanir

 • Hámark 2 umferðir á sólarhring.

Tæknilegar upplýsingar

Vöruflokkur
Vatnsþynnt gólflakk
Eðlismassi (kg/ltr.)
1,05
Þynning
Má ekki þynna.