08 Wood Tex Sealer - Yfirborðsþéttir

FL_08_WTS

Vörulýsing

 • Vatnskennd gegndreyping sem hrindir frá óhreinindum sem veitir langvarandi vernd.
 • Þessi viðarvörn lágmarkar hættuna á mygluvexti og myndun myglu og sprungna. Veitir vernd gegn útfjólubláum geislum.
 • Notuð sem lokaumferð eftir formeðhöndlun með Flügger 08 Wood Tex Patina - Viðarvörn.
 • Litlaust yfirborð. Áætluð ending er 10 ár.

USP/sérstakir eiginleikar

 • Umhverfisvæn kísiltækni
 • Hrindir frá sér óhreinindum og vatni
 • Inniheldur útfjólubláa síu

Fyrirkomulag - Notkun

 • Byggingareiningar á borð vid palla, svalagólf, gaflklæðningar, útveggi, girðingar og garðhúsgögn.
 • Undirlagið barf að meðhöndla með Flügger 08 Wood Tex Patina - Viðarvörn.
 • Bestu áhrifin nást á gagnvörðum viði.
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) óheflaðir fletir úti
10

Undirbúningur- fyrir meðferð

Undirlag
Undirlagið barf að vera ídrægt, hreint, þurrt, þétt og henta til yfirmálunar. Forðast verður ófullnægjandi meðhöndlun á endaflekum, vatnsgildrur eda staði þar sem vatn kann að safnast fyrir. Rakahlutfall i viði fyrir málun má að hámarki vera 20 %.

Hreingerning/Þvottur áður en málað er
Flagnandi eldri viðarvörn og trosnaðar viðartrefjar eru fjarlægðar með hreinsun og slípun. Óhreinindi, fita og smitandi efni skal fjarlægja með þar til gerðu hreinsiefni. Þörunga, myglu- og sveppagróður skal fjarlægja með þvi ad hreinsa með Facade Anti-green.

Borið á - meðhöndlun

Málun
Berðu rausnarlega á og láttu efnið virka í um 15 mínútur. Dreifðu svo umframvökva inn í undirlagið. Forðast verður alla rakaþéttingu. Forðist að vinna í beinu sólarljósi. Yfirborðið má ekki komast í snertingu við frost eða rigningu í sólarhring eftir að meðferðinni er lokið.

Ráðlögð verkfæri
Pensill

Notkunarhitastig
Minnst +10°C við vinnslu og þornun/hörðnun. Hámarksloftraki 80% RF

Eftir meðhöndlun

Þurrktími við 20°C, 60% RF

Yfirmálun:
6 tímar
Fullharðnað:
Fleiri sólarhringa

Geymsla
Geymist vel lokað á svölum og frostlausum stað

Hreinsun verkfæra
Má ekki þynna. Hreinsun áhalda með vatni og sápu

Góð ráð

 • Meðhöndlun skal fara fram í fyrsta lagi 4 klukkustundum eftir meðhöndlun með Flügger 08 Wood Tex Patina - Viðarvörn.

ATH/Takmarkanir

 • Yfirbordsbolid fer eftir gædum vidarins, byggingu vidarins, adferdum vid medhöndlun og váhrifum.
 • Endingartími kann bvi ad vera skemmri eda lengri en gefid er upp.

Tæknilegar upplýsingar

Vöruflokkur
Vatnsþynntur yfirborðsþéttir
Eðlismassi (kg/ltr.)
1