Flügger 03 Wood Tex gagnsæ viðarvörn

FL_03_WT

Vörulýsing

 • Flügger Wood Tex er vörulína með vatnsþynntum vörum til notkunar á við utanhúss. Vörurnar veita viðnum mjög veðurþolið og sérlega endingargott yfirborð. Vörurnar eru auðveldar í notkun og þornunartíminn er stuttur.
 • Flügger 03 Wood Tex gagnsæ viðarvörn. Hálfmatt yfirborð þar sem æðamynstur og bygging viðarins sést í gegn.
 • Ásýnd litarins fer eftir undirlagi, ídrægni og fjölda umferða.
 • Skráð í gagnagrunn fyrir vistvænar byggingarvörur á Norðurlöndunum (Nordic Ecolabelling Building Products Database), sem er skrá yfir vörur sem er heimilt að nota við Svansmerkt byggingarverkefni.

USP/sérstakir eiginleikar

 • Auðveld í notkun
 • Auðvelt viðhald
 • Með vörn gegn útfjólubláum geislum

Fyrirkomulag - Notkun

 • Byggingareiningar á borð við þakskyggni, gaflklæðningar og útveggi. Ljósar viðartegundir, t.d. fura og greni, þ.m.t. pressu- eða lofttæmisgegndreyptur viður. Undirlagið þarf að vera grunnað eða hafa verið meðhöndlað áður.
 • Hálfmött og gagnsæ.
 • Miðlungslangur endingartími, með endurmeðhöndlun á 2–4 ára fresti Endingartími vörunnar er háður gæðum viðarins, byggingu viðarins, aðferðum við meðhöndlun og veðuráhrifum. Hugsanlegur endingartími kann því að vera skemmri eða lengri en gefið er upp. Sterkir litir kunna að smita út frá sér. Efnið hindrar ekki að kvistir og vatnsleysanleg litarefni sjáist í gegn.
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) heflaðir fletir úti
9-10
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) óheflaðir fletir úti
4-5
Gljái
30 Hálfmatt

Undirbúningur- fyrir meðferð

Undirlag
Undirlagið þarf að vera grunnað, hreint, þurrt, þétt og henta til yfirmálunar. Rakahlutfall í viði fyrir málun má að hámarki vera: Á gluggum og dyrum: 12% ± 3; hlutar sem skaga út, girðingar og klæðningar: 18%. Notist ekki á málningu og þekjandi viðarvörn

Hreingerning/Þvottur áður en málað er
Flagnandi eldri gagnsæ viðarvörn, málning og trosnaðar viðartrefjar eru fjarlægð með slípun og hreinsun Óhreinindi, fita, smitandi efni og myglu- og sveppagróður eru fjarlægð með hreinsun. Gljáandi fleti með eldri efnum skal slípa matta. Nýjan við eða við sem hefur verið hreinsaður skal grunna.

Borið á - meðhöndlun

Málun
Borið á með pensli, rúllu eða sprautu. Ef notuð er rúlla eða sprauta er strokið yfir með pensli að síðustu. Val á verkfærum ætti að ráðast af kröfum um endanlegt útlit. Strjúkið penslinum ævinlega í sömu átt. Notið alltaf efni með sama lotunúmeri fyrir samliggjandi eða órofna yfirborðsfleti.

Ráðlögð verkfæri
Pensill, rúlla eða sprauta

Notkunarhitastig
Lágmarksvinnuhitastig þegar borið er á og við þornun/herðingu: +5 °C Hám. loftraki 80% HR (hlutfallslegur loftraki)

Eftir meðhöndlun

Þurrktími við 20°C, 60% RF

Rykfrítt:
4 tímar
Yfirmálun:
12 tímar
Fullharðnað:
Fleiri sólarhringa

Geymsla
Geymist vel lokað á svölum og frostlausum stað

Hreinsun verkfæra
Vatn og sápa Má ekki þynna

Góð ráð

 • Kuldi eða hiti getur haft áhrif á seigju efnisins.
 • Hærri lofthiti og lítill loftraki stytta þornunartímann og herðingartímann.
 • Framkvæmið ævinlega prufumeðhöndlun til að kanna viðloðun og útlit.

ATH/Takmarkanir

 • Engin rakauppsöfnun má verða á meðan efnið þornar/harðnar. Hitastig efnis þegar því er sprautað á verður að vera minnst 15 °C.
 • Kuldi og aukinn loftraki lengir þornunartímann, herðingartímann og tímann sem líður milli umferða.
 • Forðist að vinna í beinu sólarljósi.

Tæknilegar upplýsingar

Vöruflokkur
Vatnsþynnt viðarvörn
Eðlismassi (kg/ltr.)
1,02
Massa %
12
Rúmmáls %
10