Fyrsta veggfóðurslínan frá DETALE CPH

EDGE er veggfóðurslína í sígildum stíl, með augljósum hönnunareinkennum DETALE

EDGE sækir innblástur í lífsstíl borgarbúanna, matta náttúruliti og norrænan mínímalisma. EDGE er spennandi og öðruvísi lína þar sem snertihrif og áferð skapar látlausan en mjög sterkan stíl. EDGE er fyrir þau sem kjósa sígilt veggfóður í mínímalískum stíl.

Veggfóðurslínunan fæst í völdum Flügger-verslunum

EDGE er snertiupplifun sem bætir alveg nýrri vídd við skynjunina þegar þú stendur mjög nærri veggfóðrinu. EDGE býður þér í heimsókn í nokkrar helstu stórborgir heimsins á sviði hönnunar og fagurfræði.

Pretty Paris, Sassy Stockholm, Cozy Copenhagen, Laidback London, Timeless Tokyo og Modern Moscow eru veggfóðursgerðir þar sem sígild hönnun er útfærð í efni sem er ekki ofið. Þetta þýðir að það er mjög auðvelt að setja veggfóðrið upp og líka auðvelt að taka það aftur niður.

Fáðu að vita meira um þróun EDGE-línunnar með því að smella á myndskeiðið hér að neðan: