Skapaðu nútímalegt yfirbragð á heimilinu með örfáum skrefum

Sífellt fleiri fara út í spennandi lita- og nýjar áferðir þegar fegra á heimilið. Hér eru okkar bestu ráð í þess háttar verkefnum.

Við mælum alltaf með því að velja liti á heimilið eftir þínum þörfum og undanfarin ár höfum við hjálpað mörgum að finna hina fullkomnu liti fyrir heimilið sitt. Hafðu alltaf í huga hver heildarmyndin er fyrir það rými sem á að endurnýja og búðu til litapallettu með undirtónum sem passa vel saman. Þessi ráð veita mikilvægan upphafspunkt fyrir heildarmyndina og upplifunina á heimilinu.

Skoðaðu
Við veljum ekki bara fleiri liti fyrir heimilið en hér áður fyrr, heldur veljum við líka nýtt útlit á yfirborðinu sem vinna skal með. Litaða spartlið Kabric er meðal vinsælustu varana hjá okkur. Spartlið er sérlega auðvelt í notkun og skapar spennandi nýja áferð og einstakan svip. Enginn flötur verður eins og hvert og eitt verkefni verður eins og listaverk með Kabric. Kabric er til í 30 litum, þannig að hver og einn ætti að finna sinn draumalit í því úrvali.

Vegna áferðarinnar og dýptarinnar sem þú færð með KABRIC er auðvelt að velja fallega litapallettu með þessari vöru. Ef þú átt afganga í fötunni, eða vilt vera sérlega skapandi, er einnig hægt að nota KABRIC til að setja persónulegan blæ á húsgögn. Þetta getur verið frábær leið til að færa tengdar lokaútkomur úr einu herbergi í annað og skapa þannig aukið flæði og tengingu á heimilinu.

Síðast en ekki síst mælum við með að huga að litavali á gólfum, listum og hurðum. Oft getur það virkað truflandi fyrir heildarupplifunina að vera með hvít atriði í gólflistum og hurðum í samfloti með djúpum, fallegum litum. Með öðrum orðum, þetta getur truflað heildarmyndina sem maður er að reyna að skapa. Í mörgum tilfellum gefa listar í sama lit og veggurinn fallegustu útkomuna. Interior High Finish málningin frá Flügger er endingargóð málning sem er fullkomin í þetta verk. Hægt er að blanda málningu í þúsundir fallegra lita, þar á meðal alla KABRIC litiina. Þannig getur þú verið með allt í stíl við Kabric litina þína. Veldu á milli gljástigs 5, 20, 50 og 90, allt eftir því hvað þú fílar.

Vantar þig aðstoð við vöru- eða litaval? Við hjá Flügger litum erum alltaf tilbúin að hjálpa þér með næsta verkefni.