Litainnblástur: Að mála stakan vegg

Með því að mála einn eða fleiri veggi í nýjum lit, getur þú gefið heimilinu þínu persónulegra yfirbragð - Hvort sem þú ert byrjandi, reynslubolti eða sérfræðingur í litavali fyrir heimilið.

Byrjandi

Ert þú að hugsa um það í fyrsta skipti að mála veggi í öðrum lit en hvítum? Hefur þú litla eða enga reynslu af litasamsetningu og innanhússhönnun? Þá er kannski skynsamlegt að byrja á einum stökum vegg í lit í stofu eða svefnherbergi, áður en þú málar alla veggi í litum. 

Skoðaðu litakortin okkar hér 

Með því að mála stakan vegg má með einföldum hætti breyta útliti rýmisins og um leið skapa persónulegra andrúmsloft. 

Þegar þú velur hvaða lit þú vilt hafa í rýminu er mikilvægt að íhuga hvaða aðra hluti þú vilt draga fram. 

Með því að mála stuttan endavegg í ílöngu rými í lit, er hægt að láta rýmið virka ferkantaðra og jafnara.  

Reynslubolti

Elskar þú að hafa liti í kringum þig og veist nákvæmlega hvaða litir passa vel saman? Þá er kannski ekki nóg að mála bara einn stakan vegg. 

Ef þú velur að mála 2 eða fleiri veggi, þá er gott að hafa auga fyrir því hvaða litir virka saman – Mundu líka að hafa í huga hvaða litir eru á innréttingum. 

Aðstoð við val á veggjamálningu 

Ein leið til að skapa falleg áhrif í rými er að mála tvo veggi sem standa á móti hvor öðrum í dökkum lit. Þetta er sérstaklega gagnlegt ef þú ert með mjög breitt rými. Þá draga dökku veggirnir tveir rýmið saman og gefa því ákveðið jafnvægi. 

Ef þig langar til að mála með tveimur eða fleiri litum þá er gott ráð að byrja á að útbúa sína eigin litapallettu með litaprufum til að fá staðfestingu á því að litirnir passi vel saman. 

Ein leið til að komast á sporið í litavali er að byrja á að lakka glugga, karma og lista í hlutlausum lit - Þannig getur þú notað viðarverkið til þess að gefa tóninn í litavali á veggjum og loftum. 

Sérfræðingur

Ert þú með allt á hreinu þegar kemur að litavali og innanhússhönnun? Þá ertu vel í stakk búinn til að prófa þig áfram með liti með það að markmiði að gefa heimilinu einstakan stíl. 

Ein leiðin er að mála alla fleti í herbergi í sama lit (veggi, loft, glugga, hurðir). Það færir rýminu ákveðna ró en gerir það enn mikilvægara að huga að litum á innréttingum og öðrum rýmum heimilisins. 

Mundu að þú getur alltaf fengið faglega ráðgjöf í næstu verslun Flügger