Skapandi málning og litað spartl – Detale CPH

Verum handlagin heima með Detale CPH

Við hjá Flügger erum mjög ánægð með að geta nú boðið frábærar málningarvörur frá danska framleiðandanum DETALE CPH, fyrir hönnunarsnillinga í heimahúsum sem vilja fylla alla veggi af lífi og litum. Vörurnar bjóða upp á ótal möguleika á skapandi hönnun og gera þér kleift að setja þinn persónulega svip á heimilið. 

DETALE leggur ríka áherslu á að allar vörurnar henti til notkunar fyrir ófaglærða heimahönnuði, en slær um leið hvergi af kröfum um útlit og gæði.

Skoðaðu fleiri liti

Kaupa vörur frá Detale

Byrjaðu á réttum stað

Við höfum allt sem þarf fyrir þitt DETALE-ævintýri. Þú finnur leiðbeiningarmyndbönd og notendahandbækur hér að neðan.

Verklýsing og skapandi ferli
Það er ekki bara endanlega útlitið sem skiptir máli, heldur líka aðferðirnar sem þú notar til að skapa það. DETALE leggur áherslu á hugmyndaauðgi og leik, ekki síst þegar þú vilt skapa eitthvað alveg nýtt.

Þess vegna eru vörur DETALE svona frábærar fyrir handlagna heimilishönnuði. Vörurnar eru þróaðar með það fyrir sjónum að gera verkferlið eins auðvelt og notandavænt og hægt er, því við viljum að þú njótir vinnunnar.

Val á vöru
Það er mismunandi eftir vöru hvað það tekur langan tíma að ná fram endanlegu útliti veggjarins. Hér er stutt lýsing á hverri vöru og eiginleikum hennar. Ef frekari spurningar vakna skaltu endilega hafa samband við næstu Flügger-verslun.

KABRIC – Spartlmálning fyrir þau sem vilja ganga í málið og klára verkið á einum degi! KABRIC sameinar hagkvæma eiginleika málningar og sjónræna margbreytileikann sem spartlið býður upp á.  Flöturinn verður mattur og með áferð sem minnir á textílefni. Leiðbeiningar fyrir KABRIC.

KC14 - Litað spartl + Topcoat er fyrir þau sem geta gefið sér betri tíma. Að verki loknu hefur veggurinn öðlast einstaka dýpt og lifandi áferð. Leiðbeiningar fyrir KC14.

SPACE - Þetta spartlefni með málmáferð hentar þeim sem vilja svolítið fágaðri lofaáferð. SPACE er með glansandi yfirborði og gefur veggnum listrænt yfirbragð. Leiðbeiningar fyrir SPACE.

  KABRIC KC14 SPACE
Lýsing
Áhrifamálning Litað spartl Málmlitað spartl
Framkvæmdatími 1 dagur 2-3 dagar 1-2 dagar
Aðferð Pensill/spaði Spaði Spaði
Flötur Gróf áferð Slétt áferð Slétt áferð
Glansgrad Sérlega matt Matt Silkimatt
Litir 30 37 12

Hvernig er best að fara að?
Öllum vörum frá DETALE fylgja bæði myndskeið og skriflegar notkunarleiðbeiningar. Þar getur þú bæði kynnt þér hvernig nota á mismunandi vörur og þær mismunandi aðferðir sem hægt er að beita.