Heima með Maríu Gomez

Velkomin(n) á heimili Mariu Gomez. María (@paz.is) er þekktur matarbloggari sem hefur gífurlegan áhuga á innanhússhönnun, og raunar allri hönnun. Hún tók nýlega heimili sitt í Garðabæ í gegn og þar er nú allt orðið nútímalegra og fjölskylduvænna, með vörum frá Flügger.

Í samstarfi við Flügger hannaði hún sinn eigin lit, Paz Hvítan, sem setur bjartan og fallegan svip á allt heimilið, frá gólfi upp í loft.
Það eru fjögur börn á heimilinu og alltaf nóg að gera og það er því mikilvægt að velja málningu sem hentar erilsömu hversdagslífi. María valdi Dekso 1 Ultramat málninguna, en það er 100% akrýlmálning sem er alveg mött og auðvelt að þrífa. Dekso 1 Ultramat má einnig nota á loftin, en það er mjög hagkvæmt þegar þarf að mála heila íbúð.

María valdi litina fyrir hin ýmsu herbergi heimilisins af mikilli kostgæfni og leitaðist við að skapa heildstætt yfirbragð, en gefa um leið hverju herbergi sín sérkenni. Fyrir svefnherbergið valdi hún litinn 4483. Þetta er fallegur, sefandi litur með tímalaust og látlaust yfirbragð. Undirtónarnir eru svalir og það sést greinilega hvernig litbrigðin breytast á veggnum eftir tíma dags hverju sinni. Innréttingar í hlýlegum jarðlitum og gráum tónum með örlitlum túrkís í bland gefa fallegan og persónulegan svip. Herbergið er virkilega notalegur griðastaður þar sem gott er að slaka á.

Í barnaherbergjunum fannst Maríu mikilvægt að undirstrika persónuleika og áhugamál barnanna. Hér hentar einstaklega vel að nota Dekso 1, því málningin er svo sterk og auðvelt að þrífa hana. Litirnir sem hún valdi fyrir barnaherbergin eru 4494 Relaxed Green, 4363 Misty Olive og U-773 Terracotta Light. Hvert herbergi fær sitt sérstaka, gáskafulla yfirbragð.

Til að skapa fallegan heildarsvip í herbergjunum notaði hún málningarvörur úr Interior High Finish línunni frá Flügger til að mála húsmunina í sama lit og veggina. Þetta er virkilega skemmtileg leið til að draga úr óróatilfinningu í herbergi með mörgum ólíkum innanstokksmunum. Allar hurðirnar á heimilinu voru líka teknar í gegn, grunnaðar með Flügger Interior Stop Primer og málaðar með Flügger Interior Strong Finish 20 í litnum Paz Hvítur.