Fínlegt og hlýlegt á aðventunni

Jólin eru tími hefðanna þar sem fjölskylda og vinir koma saman og eignast sameiginlegar minningar. Síðustu tvö árin hefur heimsfaraldurinn sett mark sitt á jólin og því hafa fylgt ýmsar takmarkanir fyrir því hvar við getum verið og hverja við megum hitta. Þetta árið er því enn ríkari ástæða til að leggja áherslu á það sem færir þér ánægju, hvort sem það er að opna heimilið fyrir fjörlegum gestum, skapa minningar með þeim sem standa þér næst eða prýða heimilið dýrindis skreytingum.

Hjá Flügger leggjum við áherslu á alla umhverfisþættina sem ramma inn jólin og hlökkum til að hjálpa þeim sem vilja nota aðventuna til að hafa það notalegt heima við. Sérhver vegglitanna og skreytinganna á myndinni skapar sitt sérstaka andrúmsloft.

Á jólunum viljum við upplifa hlýju og notalegt andrúmsloft og þá er upplagt að búa sér litríkt umhverfi sem örvar öll skilningarvitin. Sérhver vegglitanna og skreytinganna á myndinni skapar sitt sérstaka andrúmsloft. Í því felst galdur litanna. Bjóddu sjálfa náttúruna velkomna heim til þín með því að nota grænleita litinn Moss eða millidökkgráa litinn Cold Steel. Allt í KC14-línunni gefur þér líflega og silkimjúka áferð. Ef þú ert meira fyrir matta málningu getum við mælt með 4506 Greenfinch og Detale 12 Taupe til að gera allt fallegt og aðlaðandi í kringum þig