Undirbúningur og vinnsla með ómeðhöndlaðan við

Leiðsögn skref fyrir skref

  1. Fyrst skaltu bursta flötinn vandlega til að fjarlæga óhreinindi, laust efni og misfellur. Það er mikilvægt að yfirborð viðarins sé slétt og hreint – annars skilar vinnan ekki bestu mögulegu vörninni. Það er gott að nota stífan bursta þegar viðurinn er skrúbbaður.
  2. Athugaðu rakann í viðnum. Þegar viðarvörn er borin á ómeðhöndlaðan við er mikilvægt að viðurinn sé alveg þurr. Gluggar og hurðir mega til dæmis ekki vera með hærra rakastig en 12% þegar viðarvörn er borin á. Hlutar sem skara út, þiljur og annað slíkt mega ekki vera með hærra rakastig en 15%. Þú þarft því að kaupa þér eða fá lánaðan rakamæli sem þú stingur í tréverkið til að fá nákvæma rakamælingu áður en hafist er handa. Rakamælar fást hjá Flügger.
  3. Það getur líka verið æskilegt að sótthreinsa ómeðhöndlaðan við með þörungahreinsi áður en viðarvörnin er borin á – þannig má fjarlægja allan þörungavöxt og koma í veg fyrir þörungamyndun. Ef þörf er á þörungahreinsun mælum við með Facade Anti Green, passaðu að fara vel eftir leiðbeiningunum á vörunni.

4. Grunnaðu allan óvarinn við (einnig endagafla) með 01 Wood Tex grunnolíu. Grunnolía er þunnfljótandi olía sem smýgur inn í viðinn og vinnur gegn gróðurmyndun. Mundu að viðurinn þarf að vera alveg þurr þegar olían er borin á.

5. Leyfðu grunnolíunni að þorna áður en þú notar viðarvörnina. Það tekur olíuna yfirleitt einn dag að þorna alveg.

6. Berðu á að minnsta kosti tvær umferðir af viðeigandi viðarvörn, t.d. 04 Wood Tex Opaque. Með tveimur umferðum færðu fallegri lokaáferð og betri vörn. Gott er að hrista dósina vel áður en viðarvörnin er borin á.