Samskeyti á gifsplötum – frábær lausn væntanleg

Flügger gerir ráð fyrir að kynna innan skamms frábæra lausn fyrir samskeyti á gifsplötum sem hjálpar málurum að skila fullnægjandi útkomu – jafnvel við mjög erfiðar aðstæður. Vænta má að lausnin verði tilbúin fyrir lok janúar 2017.

Undanfarið hafa komið upp vandamál í nokkrum tilvikum þegar spartla á í samskeyti á gifsplötum, t.d. hefur komið fyrir að gifslímbandið eða spartlið renni til á jöðrunum hér og hvar. Svo virðist sem þetta sé vaxandi vandamál sem bæði málarar og fagfélög málara hafa tilkynnt um. Vandamálið hefur komið upp við notkun mismunandi samsetninga gifslímbands og spartls og takmarkast því ekki við tilteknar vörur eða tiltekinn birgi. 

Flügger – birgirinn sem málarar reiða sig á
Flügger hefur ekki fengið tilkynningar um slíka galla vegna vöru frá fyrirtækinu en sem leiðandi birgir á sviði málningarvöru er það fyrirtækinu afar mikilvægt að hægt sé að nota allar vörur okkar og þær aðferðir sem við mælum með, við þau skilyrði sem viðskiptavinir okkar vinna við í dag. Því hefur Flügger ákveðið að taka forystu í málinu og gæta hagsmuna viðskiptavina sinna og mun því í takmarkaðan tíma hætta að bjóða samsetningarlausnir fyrir „Samskeyti á gifsplötum“.

Hugsanlegar orsakir vandans
Samhliða þessu hefur Flügger látið gera margs konar prófanir og vinnur sem stendur enn að því að kanna sértækar orsakir vandans. Á grundvelli þeirra prófana sem gerðar hafa verið, auk annarra upplýsinga frá viðskiptavinum okkar, er það okkar mat að vandinn sem fram hefur komið stafi af margs konar samverkandi kringumstæðum, en orsakist ekki af galla á vöru. Vörur frá Flügger til uppsetningar á gifsplötum hafa ekki breyst í fjölda ára og við höfum ekki fengið tilkynningar um neinar breytingar á vörunni sem gætu skýrt vandamálin sem hafa komið upp nýverið. 

Það bendir því flest til þess að þau vandamál orsakist af breytingum á notkunarskilyrðum. Viðskiptavinir okkar í málarafaginu verða fyrir miklum þrýstingi um að skila gæðavinnu á skemmri tíma en áður og við sífellt meira krefjandi ytri aðstæður, t.d. varðandi hitastig, loftraka ofl., sem ekki henta vörunum og vinnuaðferðunum sem skyldi og koma því niður á endanlegri útkomu. 

Bætta lausnin veitir aukið svigrúm
Af þessum sökum er Flügger þegar langt komið við að þróa bætta lausn sem mun stuðla að betri árangri, jafnvel við þær krefjandi aðstæður sem iðnaðarmenn þurfa að vinna við í dag. Prófanir á þessari bættu lausn hafa skilað mjög vænlegum niðurstöðum og við hlökkum til að kynna þessar niðurstöður fyrir viðskiptavinum okkar. Við væntum þess að það gerist þegar líður á janúar árið 2017 og munum senda ykkur nýjar upplýsingar um þessa bættu lausn um leið og þess er kostur. 

Flügger sendir öllum viðskiptavinum sínum óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Product Management