1.574.200 hræriprik
Árið 2022 afhentu starfsmenn okkar þvert á öll Flügger löndin heldur betur heilan helling af hræriprikum til viðskiptavina okkar.
Hræriprikið er valfrjáls kostur fyrir viðskiptavini en það er mikilvægt að tryggja að málningin þeirra sé rétt hrærð og algjörlega tilbúin til notkunar.
Góðu fréttirnar eru að öll hræriprik sem framleidd eru fyrir Flügger eru nú FSC vottuð. Þetta tryggir að héðan í frá verða hræriprikin okkar framleidd úr við sem eru frá skógum þar sem stunduð er ábyrg skógarstjórnun.
FSC stendur fyrir Forest Stewardship Council og er alþjóðlegt merkingarkerfi og metnaðarfyllsta alþjóðlega vottun í heimi fyrir ábyrga skógarstjórnun.
Á sama tíma hefur mikið úrval af penslunum okkar verið FSC-merkt, þú getur lesið meira um það hér.