Endurnýjaðu eldhúsið þitt!

Nýtt útlit á eldhúsinnréttingunni þarf ekki að kosta mikið eða vera of mikil vinna. Nýr litur á innréttinguna getur breytt miklu. Ertu komin(n) með pínu leið á innréttingunni þinni en ert ekki alveg að fara að henda henni út í heilu lagi? Lestu endilega meira og fáðu upplýsingar um það hvernig þú getur tekið eldhúsið þitt í gegn.

Að mála eldhúsinnréttinguna getur lengt líftíma hennar fyrir utan að það er ofsalega gefandi og gaman að sjá útkomuna og árangur vinnu sinnar.

Hér fyrir neðan sérðu myndir af því hvernig nýjir litir geta gefið eldhúsinu nýtt og ferskt útlit án þess að farið sé út í mikil fjárútlát.

Hér voru veggir, innrétting og gólf málað með nýjum litum. Einnig var skipt um handföng og litlum smáatriðum breytt til að skapa nýtt útlit fyrir rýmið. Núna ætlum við að einblína aðallega á það hvernig sé best að mála innréttinguna.

Málun á eldhúsinnréttingu – skref fyrir skref

Allir fletir eru þrifnir vandlega með hreinsiefninu Fluren 37 blandað í volgt vatn, með örtrefjaklút. Skrúbbaðu hurðirnar á innréttingunni vel með svampi til að ná að þrífa öll erfið óhreinindi í burtu svo að fletirnir séu alveg hreinir og ryklausir.

Núna ertu tilbúinn til að grunna og lakka

Málaðu fyrst með Interior Fix Primer grunninum en hann mun tryggja að lakkið festi sig vel við innréttinguna. Grunnurinn er svo létt slípaður með sandpappír áður en byrjað er að lakka.

Næst er að lakka með Interior High Finish lakkinu í þeim leit sem þú valdir – á myndunum var liturinn Gray Modernism nr. 32 úr Flügger Historisk litakortinu notaður. Lakka þarf tvisvar með lakkinu.

Veggirnir í eldhúsinu voru málaðir með litnum Vineyard nr. 61 sem er líka úr Flügger Historisk litakortinu.

Eftir þetta verkefni hefur eldhúsið fengið alveg nýtt og spennandi útlit.

 

Innkaupalisti fyrir verkefnið:

Fluren 37 hreinsiefni, 1 l.

Sandpappír 180

Penslar, rúllur og handföng sem henta best í að lakka innréttinguna og mála veggi

Interior Fix Primer, 0, 75 l.

Interior Interior Finish 50, 3 l.

Flutex PRO 7, veggjamálning, 3 l.